Events in July / Viðburðir í Júlí

3/7 – Stúdíó Hljómur presents/kynnir:
Milkhouse, Lily Of The Valley, Sister Sister, Höghus.
FREE ENTRY/FRÍTT INN
https://www.facebook.com/events/303107739865369/

4/7 – Mercy Buckets (album release/útgáfutónleikar)
Also/einnig: We Made God, Elín Helena, Conflictions.
FREE ENTRY/FRÍTT INN
https://www.facebook.com/events/488637844602394/

5/7 – Stand-up Comedy Night/Sumaruppistand:
Þórhallur Þórhallsson, Shawn Robbins (USA), Gunnar Hrafn.
Music and fun after the show/Tónlist og fjór eftir uppistandið.
2000 ISK ENTRY
https://www.facebook.com/events/278472272325255/

10/7 – Lame Dudes (Blues concert). FREE ENTRY/FRÍTT INN
https://www.facebook.com/events/347241542116468/

12/7 – Kaleo, Johnny And The Rest

15/7
ALL AGES at 18:30 (house opens at 18/húsið opnar kl 18):
The Monolith Deathcult, Angist. 1500 ISK ENTRY
20+ at 21:00 (house opens at 20:30/húsið opnar kl. 20:30):
The Monolith Deathcult, Gone Postal, Angist. 2000 ISK ENTRY
https://www.facebook.com/events/717448174963502/

18/7 – Alchemia, Electric Elephant, While My City Burns. FREE ENTRY/FRÍTT INN

24/7 – Soffía Björg, Boogie Trouble.
1000 ISK ENTRY.
https://www.facebook.com/events/536017043192204/

25/7 – Trust The Lies, Wistaria. FREE ENTRY / FRÍTT INN
https://www.facebook.com/events/425159400960597/

26/7 – Elgar (Sveitaball).
1000 ISK ENTRY.
https://www.facebook.com/events/1452904624973557/

31/7 – Bellstop

Innipúkinn festival 1-3/8

Screen-Shot-2014-07-22-at-00.04.40

Gaukurinn will be hosting the annual music festival Innipúkinn, August 1st to 3rd.
This is the annual shopkeeper’s holiday weekend, named Verslunarmannahelgi, when Icelanders all over the country celebrate with parties and festivals.
Innipúkinn is the only festival held in Reykjavík on this weekend, designed specially for those who do not want to leave the city (hence the name “Innipúkinn”, which refers to “one that stays inside”).

Numerous Icelandic artists will be performing at the festival this year. The venues are Gaukurinn and Húrra (the neighbor bar downstairs).

For LINE-UP and other info visit the brand new website of the festival: innipukinn.is

Tickets can be bought here: http://midi.is/tonleikar/1/8359

Boogie Trouble & Soffía Björg Band – 24/7

10486334_1564589603768672_4402310346365260890_o

Boogie Trouble og Soffía Björg leiða saman bassaleikara sinn á tónleikum næstkomandi fimmtudag á Gauknum. Um er að ræða fyrstu opinberu tónleika Boogie Trouble á höfuðborgarsvæðinu síðan á síðustu Airwaves hátíð.

Húsið opnar kl 21 og hljómleikarnir hefjast á slaginu tíu.

Miðaverð er eittþúsund krónur, eða eins og einn kláravín í kók á barnum.

Soffía Björg (Musician)

Soffía Björg Band flytur angurværa þjóðlagaskotna popptónlist sem að hittir þig beint í hjartastaðinn. Þó svo að hljómsveitin sé búin að vera starfandi í skamman tíma þá hefur hún m.a. komið fram á tónlistarhátíðum á borð við Reykjavik Folk Festival, Aldrei fór ég suður og Rauðasandur Festival það sem er af á þessu ári. Heróínkántrí og eyðimerkurgítar eru lýsingar sem hefur verið hent fram þegar rætt hefur verið um hljóðheim tónlistarinnar. Þessa stundina er hún að vinna að fyrsta einungi (single) sem kemur út á næstunni. Hljómsveitina skipa: Soffía Björg, Ingibjörg Elsa Turchi, Örn Eldjárn og Þorvaldur Ingveldarson

https://www.facebook.com/SoffiaBjorgMusician https://twitter.com/SoffiaBjorg

Boogie Trouble
Diskóhnettirnir í Boogie Trouble hafa vakið býsna mikla lukku hvar sem þau hafa komið við síðustu ár með dansvænni, fjörugri og ferskri popptónlist í diskódressi. Sveitin var stofnuð síðla árs 2011 og hefur síðan þá unnið sér prýðilegan orðstír og víðast hvar heillað tónleikagesti sína upp úr sætum og yfir á dansgólfið þó stundum þurfi bjórlíki og sjúss af svartadauða till. Boogie Trouble stendur nú í hópfjáröflunarverkefni til þess að koma út fyrstu breiðskífu sinni en verkefnið gefur að líta hér:https://www.karolinafund.com/project/view/35

soundcloud.com/boogie-trouble

 

FACEBOOK EVENT:
https://www.facebook.com/events/536017043192204/

ENTRY FEE: 1000 ISK

Kaleo & Johnny And The Rest 12/7 – FREE ENTRY

kaleo

Í tilefni þess að fyrsta plata Kaleo er komin í Gull ætlar sveitin að halda ókeypis tónleika á Gauknum laugardagskvöldið 12. Júlí ásamt hljómsveitinni Johnny and the Rest.

Þetta eru einir af fáum tónleikum Kaleo á höfuðborgarsvæðinu í sumar en í maí mánuði fór sveitin í sína fyrstu tónleikaferð erlendis. Kaleo koma svo fram á G! Festival í Færeyjum, Þjóðhátíð í Eyjum, Síldarævintírinu á Siglufirði og Einni með Öllu á Akureyri næstu vikur.

Strákarnir í Kaleo eru nú þegar byrjaðir að vinna í næstu plötu og er von á nýju lagi í lok Júlí.

Hljómsveitin Johnny and the Rest hefur verið á miklu flugi undanfarið en Johnny And The Rest er sköpunarverk fjögurra stráka úr Grafarvoginum í Reykjavík. Allt frá stofnun hefur sveitin þróað sinn jazz-skotna sækadelíublús í ýmsar áttir eins og heyra má á nýjustu plötu sveitarinnar, Wolves in the Night, sem kom út í desember 2013. Johnny And The Rest hafa spilað á yfir 300 tónleikum frá stofnun og eru þekktir fyrir leiftrandi, fjölbreytta, kraftmikla og oft spunakennda spilamennsku.

Það má búast við brjáluðu fjöri fram á nótt en áður en sveitirnar stíga á svið verða léttar veitingar í boði.

Það er mikilvægt að mæta snemma því síðast komust færri að en vildu.

Nánari upplýsingar síðar á Facebook Event: https://www.facebook.com/events/808752709137310/


Sjáumst á Gauknum með Pilsner Urquell í hönd!

Gorguts concert 6/8

gorgutso

Kanadísku sveitina Gorguts þekkja allir sem hafa minnsta vit á dauðarokki en nýjasta afurð þeirra, Colored Sands hefur hlotið einróma lof gagnrýnenda um allan heim og prýtt topp margra ársbestalista síðasta árs. Nú er svo komið að þeir ætla að spila á tónleikum á Gauknum ásamt elítu íslensku dauðarokkssenunar, þ.e.a.s. Severed, Gone Postal og Ophidian I og sá sem að ekki mætir verður ekki viðræðuhæfur í þungarokkspartýum næstu árin.

Miðaverð eru litlar 2500kr á midi.is og í verslunum Brim Reykjavík en forsala fer einnig fram í Gone Postal merchbásnum á Eistnaflugi. Miðaverð í hurð verður 3000kr. Húsið opnar kl. 8 og hefjast tónleikarnir stundvíslega kl 9.

http://midi.is/tonleikar/1/8331

Facebook Event:
https://www.facebook.com/events/259000170969295/