Upcoming Events (January – February)

9/1 – Severed (formerly known as Severed Crotch), Blood Feud, Aeterna
Slammin’ death metal party!
Doors open at 21, show starts at 22:30
1000 ISK entry
Facebook Event: https://www.facebook.com/events/1665199990373653/

16/1 – Metal & Rock Tribute with Alcoholia
Music by Motörhead, Metallica, Ham, Black Sabbath, Black Label Society, Nirvana and many others
Hemúllinn will heat up the crowd
Doors open at 21, show starts at 22:30
FREE ENTRY
Facebook Event: https://www.facebook.com/events/674237259363633/

17/1 – Legendary Motörhead Tribute Band BÖMBERS
Members: Abbath (Immortal), Tore (Old Funeral, The Batallion, Sudfaust) and Pez (Punishment Park, Jef)
Also performing: Drulla and Ottoman
Show starts at 22:00
3000 ISK entry
Tickets available here: https://www.tix.is/is/Event/103/bombers-bergen
Facebook Event: https://www.facebook.com/events/682981751818203/

22/1 – Guðmundur Herbertsson

23/1 – Rythmatik & CeaseTone
Facebook Event: https://www.facebook.com/events/358834430967152/

24/1 – Hellvar, Börn, Saktmóðigur, Hemúllinn
FREE ENTRY
Facebook Event: https://www.facebook.com/events/1586669228231192/

7/2 – The Vintage Caravan, ONI, Churchhouse Creepers
One of very few The Vintage Caravan concerts in Iceland this year! New songs from TVC new album will be introduced!
2000 ISK presale tickets: https://www.tix.is/is/Event/134/the-vintage-caravan/
H
ouse opens at 21, concert starts at 22.

13/2 – Blúskompaníið

20/2 – The Restless

Bömbers Motörhead Tribute (með Abbath – Immortal) 17.1.2015

10441013_10152636914234247_627479237406739244_n

Motörhead tribute bandið Bömbers voru stofnaðir í Bergen, Noregi um sumarið 1996 og samanstanda enn af Abbath (Immortal), Tore (Old Funeral, The Batallion, Studfaust) og Pez (Punishment Park, Jef). Þessir 3 æskuvinir urðu að Killminister (Abbath á bassa og rödd), Fast Tore á gítar og Party Animal Taylor (Pez á trommum). Þeir eru þekktir fyrir nær 100% upplifun í anda Motörhead og hafa meðal annars fengið leyfi til útgáfu á tveimur smáskífum með efni hinnar víðfrægu sveitar…

Í nær tuttugu ár hafa þeir troðið uppi og haldið heiðri, ásamt nafni Morörhead á lofti með framúrskarandi sviðsframkomu og uppsprengdu andrúmslofti, en sprengjunum mun rigna á Reykjavík (Gaukinn) þann 17 janúar og fjörið hefst klukkan 22:00

Aðgangseyrir er 3000 krónur
Forsala á tix.is: https://www.tix.is/is/Event/103/bombers-bergen

Bömbers á Fésbók: Bömbers – The ultimate Motörhead tribute

Upphitun er í höndum hinna fáguðu rokksveita DRULLA og Ottoman

Facebook Event: https://www.facebook.com/events/682981751818203/
ROKK OG RÓL !!!

Events in December!

5/12 – “Psychedelic Extravaganza”
Sushi Submarine, Bob, Elecric Space Orchestra
500 ISK ENTRY
https://www.facebook.com/events/394773334005983/

6/12 – Brain Police
Free entry for Slash-concert-goers (show the ticket!). Otherwise 1500 ISK entry.
https://www.facebook.com/events/368194429972169/

11/12 – Pink Street Boys, Lord Pusswhip, Godchilla, Kvöl
1000 ISK ENTRY
https://www.facebook.com/events/778544418859405/

12/12 – SIGN, Endless Dark
2000 ISK ENTRY
https://www.facebook.com/events/300018340186753/

13/12 – Hugh Cornwell (vocalist/guitarist from The Stranglers) performs with band. Also: Pétur Ben, Smutty Smiff’s band 302, a few punk/rockabilly DJs.
Tickets available here: http://midi.is/tonleikar/1/8584
F
acebook event: https://www.facebook.com/events/477876245687998/

18/12 – Rolling Stones Tribute with the superb tribute band STÓNS
Keith Richard’s 71st birthday and Christmas party, all at the same time!
https://www.facebook.com/events/1578501052368434/
Tickets available here: https://www.tix.is/is/Event/109/tonleikar-stons/

19/12 – Ojba Rasta
1000 ISK ENTRY
https://www.facebook.com/events/1505195636434864/

20/12 – Ophidian I, Godchilla, Morð, Döpur, The Roulette, Seint
1500 ISK ENTRY
https://www.facebook.com/events/1549384445279313/

21/12 – Andkristnihátíð / Anti-Christian Festival 2014
Svartidauði, Carpe Noctem, Sinmara, Misþyrming, Abominor, Mannvirki, Naðra, Úrhrak.
2000 ISK presale tickets online: https://www.tix.is/is/Event/119/andkristnihati%C3%B0-/
2500 ISK ENTRY at the door
Facebook Event: https://www.facebook.com/events/396337413850375/

26/12 – Elements DJ Group celebrates their 3rd birthday – Dance Party!
Smokin Joe, Ghozt, Brem, Elements Iceland
FREE ENTRY (free Miller for the first guests)
The party starts at 23
Facebook Event: https://www.facebook.com/events/932905796720408/

27/12 – “Best of the year” party with Addicted 2 Drums
100 best minimal and Techno songs of the year will be revealed
KjarTMaN, JohnnyDirt, Qubick
FREE ENTRY (Free Miller for the first guests)
Facebook Event: https://www.facebook.com/events/750695431673258/

Andkristnihátíð / Anti-Christian Festival 21/12/2014

(English version below)

Vánagandr og Andfari.com kynna

Andkristnihátíð 2014
21. Desember á Gauknum, Tryggvagötu
Facebook Event here: https://www.facebook.com/events/396337413850375/
21. desember verður Andkristni haldin hátíðleg á Gamla Gauknum. Þar munu hljómsveitirnar Svartidauði, Sinmara, Misþyrming, Abominor og Mannvirki koma fram og særa fram djöfla og aðra illa ára með sínum drungalegu tónum.

Andkristnihátíð er langlífasta þungarokkshátíð Íslands en hún var fyrst haldin árið 2000 sem óbeint andsvar við Kristnihátíð sem haldin var á Þingvöllum það sama ár.

Íslenskt tónlist hefur verið í mikilli sókn síðustu ár og er þungarokkið þar engin undantekning. Erlend plötufyrirtæki hafa í auknum mæli tekið eftir hæfileikum þeim sem hér liggja og af þeim hljómsveitum sem koma fram á Andkristni þetta árið hafa tvær þegar gefið út breiðskífur á erlendum fyrirtækjum og önnur með eina væntanlega.

Svartidauði hefur verið stöðugri sókn síðan að fyrsta breiðskífa þeirra, Flesh Cathedral, kom út í desember 2012. Svartidauði hefur spilað á tónlistarhátíðum um gjörvalla Evrópu síðustu ár og er þröngskífa þeirra, Synthesis of Whore and Beast væntanleg í aðventuni. Terratur Possessions sér um útgáfumál Svartadauða í Evrópu en Daemon Worship Productions í Bandaríkjunum.
https://www.facebook.com/svartidaudi

Sinmara gaf nýverið út sína fyrstu breiðskífu, Aphotic Womb í gegnum norska útgáfufyrirtækið Terratur Possessions, auk þess sem þeir komu fram á tónlistarhátíðini Beyond The Gates í Bergen í ágúst síðastliðnum.

https://www.facebook.com/sinmaraofficial

Misþyrming er þriðja bandið á listanum sem er mála hjá Terratur Possessions og er fyrsta breiðskífa þeirra, Söngvar Elds og Óreiðu væntanleg á næstu mánuðum.

https://www.facebook.com/Misthyrming

Abominor skrifaði nýverið undir samning hjá írska plötufyrirtækinu Invictus Productions. Fyrsta þröngskífa sveitarinar, Opus Decay, er væntanleg snemma á næsta ári.

https://www.facebook.com/pages/Abominor/275583995793045?fref=ts

Lítið er vitað um hljómsveitina Mannvirki og engar upptökur eru til með þeim. Satt best að segja hefðum við aldrei bókað þá nema að því að þeir hótuðu okkur.

Að lokum vilja aðstandendur Andkristnihátíðar harma ummæli listamannsins Snorra Ásmundssonar um að sataníska orku legði af Framsóknarflokknum. Satanískri orku yrði seint sóað í þann lýð. Satan er líf, ljós og unaður, ólíkt Framsóknarflokknum

Miðasala og sóknargjöld verða kunngjörð innan tíðar.

ENGLISH:

Vánagandr and Andfari.com present

Anti-Christian Festival 2014
December 21st at Gaukurinn, Reykjavik

Anti-Christianity will be celebrated at Gaukurinn on December 21st. Svartidauði, Sinmara, Misþyrming, Abominor and Mannvirki will be up to general devilry and conjuration of demons and darkness with their hellish soundscapes.

Anti-Christian Festival is the longest running metal festival in Iceland, dating back to 2000. It was originally held to protest the Christianity festival, a commemorating one thousand years of Christianity in Iceland, which was celebrated on Þingvellir that same year.

For the last few years Icelandic music been gaining more momentum and metal is no exception garnering increasingly more interest from international labels. Of the five bands performing at this year’s Anti-Christian festival, two already have albums out on international labels and a third is releasing one in a few months.

Svartidauði have been going strong since their first LP, Flesh Cathedral, saw the dark of night in December 2012. Svartidauði has played metal festivals all over Europe for the last few years and their EP, Synthesis of Whore and Beast is forthcoming before the winter solstice. Terratur Possessions handles Svartidauði’s releases in Europe and Daemon Worship Productions in the States.
https://www.facebook.com/svartidaudi

Sinmara recently released their first LP, Aphotic Womb, through the Norwegian label Terratur Possessions. They also performed at Beyond the Gates in Bergen last August.
https://www.facebook.com/sinmaraofficial

Misþyrming is the third band on the list that’s signed by Terratur Possessions and their first LP, Söngvar Elds og Óreiðu is due in the next few months.
https://www.facebook.com/Misthyrming

Abominor recently signed with the Irish label Invictus Productions. Their first EP, Opus Decay, will be released early next year.
https://www.facebook.com/pages/Abominor/275583995793045?fref=ts

Little is known about Mannvirki and no recordings have been made. Truthfully we never would have booked them if they hadn’t threatened us.

Ticket sales and tithes will be proclaimed shortly.

Upcoming Events (November-December)

1/11 – Different Turns, Strigaskór nr. 42 – FREE ENTRY

5/11-9/11: ICELAND AIRWAVES MUSIC FESTIVAL
Schedule here: http://icelandairwaves.is/pdf/schedule.pdf

15/11 – Whitesnake Tribute
1500 ISK ENTRY
Facebook Event: https://www.facebook.com/events/300054540186910/

19/11 – Toneron, Munstur
FREE ENTRY
Facebook Event: https://www.facebook.com/events/318393885014552/

20/11 – Electric Elephant, Lucy in Blue
FREE ENTRY
Facebook Event: https://www.facebook.com/events/275104495946775/

21/11 – Sinmara Album Release Concert. Also: Misþyrming, Naðra
1500 ISK ENTRY
Facebook Event: https://www.facebook.com/events/751168921621316/

22/11 – Skurk, Casio Fatso
1000 ISK ENTRY
https://www.facebook.com/events/351318425039957/

27/11 – Grit Teeth, In The Company Of Men, Mannvirki, Conflictions.
FREE ENTRY
https://www.facebook.com/events/332313153620076/

5/12 – Sushi Submarine, Bob, Elecric Space Orchestra
https://www.facebook.com/events/394773334005983/

6/12 – Brain Police
Free entry for Slash-concert-goers (show the ticket!). Otherwise 1500 ISK entry.
https://www.facebook.com/events/368194429972169/

12/12 – SIGN
2000 ISK ENTRY
https://www.facebook.com/events/300018340186753/

13/12 – Hugh Cornwell (vocalist/guitarist from The Stranglers) performs with band. Also: Pétur Ben, Smutty Smiff’s band 302, a few punk/rockabilly DJs.
Tickets available here: http://midi.is/tonleikar/1/8584

18/12 – Rolling Stones Tribute

19/12 – Ojba Rasta

20/12 – Ophidian I, Godchilla, Morð, Döpur, The Roulette, Seint
1500 ISK ENTRY
https://www.facebook.com/events/1549384445279313/

21/12 – Andkristnihátíð / Anti-Christian Festival 2014
Svartidauði, Sinmara, Misþyrming, Abominor, Mannvirki
Facebook Event: https://www.facebook.com/events/396337413850375/

26/12 – Elements

October events

14/10 – CDC (USA), Icarus, Börn, KLIKK. 500 ISK entry.
https://www.facebook.com/events/390570194424062/

17/10 – Svartidauði, Sinmara, Misþyrming. 1500 ISK entry.
https://www.facebook.com/events/711015552315644/

18/10 – Endless Dark and more.

23/10 – Different Turns and more.

24/10 – Aeterna album release concert.

25/10 – SKÁLMÖLD, Saktmóðigur.
LAST SKÁLMÖLD CONCERT IN ICELAND THIS YEAR!
All ages at 16:00, 1500 ISK entry.
20+ at 22:00, 3000 ISK entry.
Ticket sale at Gaukurinn from 14:00, NO PRESALE.
https://www.facebook.com/events/814028558649021/

 

Jeff Buckley – Grace 20 ára – Heiðurstónleikar – 18/9

10568803_10203702335790636_2848389747648567339_n

– FORSALA HAFIN Á MIÐI.IS –

20 ár eru liðin síðan meistara stykkið Grace með Jeff Buckley var útgefið og að því tilefni verða haldnir sérstakir heiðurstónleikar á Gauknum, fimmtudagskvöldið 18. september næstkomandi. Jeff Buckley heiðurstónleikar hafa verið haldnir með óreglulegu millibili síðan árið 2002. Valinkunnir tónlistarmenn og konur munu flytja plötuna Grace í heild sinni ásamt því að leika lög af Sketches For My Sweetheart The Drunk og ábreiðum sem Jeff hafði í sínu lagavali á tónleikum víðsvegar um heiminn.

HEIÐURSSVEIT

Franz Gunnarsson – Gítar
Bjarni Þór Jensson – Gítar
Kristinn Snær Agnarsson – Trommur
Birgir Kárason – Bassi
Valdimar Kristjónsson – Hljómborð
Þórhallur Stefánsson – Slagverk

SÖNGVARAR

Kristófer Jensson
Eyþór Ingi Gunnlaugsson
Valdimar Guðmundsson
Rósa Birgitta Ísfeld
Stefán Jakobsson
Finni Karlsson
Finnbjörn Hv. Finnbjörnsson

BAKRADDIR

Erla Stefánsdóttir
Ásta Sveinsdóttir

HVAÐ: Jeff Buckley Grace 20 ára – Heiðurstónleikar
HVAR: Gaukurinn
HVENÆR: Fimmtudagurinn 18. september
KLUKKAN: Húsið opnar 20:00. Tónleikar hefjast 21:00
KOSTAR: 2500kr í forsölu. 3000kr við inngang.
FORSALA: http://midi.is/tonleikar/1/8458

JEFF BUCKLEY

Jeff Buckley fæddist 17. nóvember 1966 í Anaheim, Kaliforníu fylki í Bandaríkjunum. Faðir hans var tónlistarmaðurinn Tim Buckley en Jeff ólst upp með móður sinni Mary Guibert og hitti í raun föður sinn aðeins tvisvar sinnum áður en Tim lést 28 ára að aldri. Mary móðir Buckley og stjúpfaðir voru dugleg að kenna ungum Buckley að meta tónlist Led Zeppelin, Jimi Hendrix, The Who og Pink Floyd.

Jeff komst í kynni við gítarinn 5 ára að aldri þegar hann fann gamlan kassagítar í skáp hjá ömmu sinni. Með gítarinn undir hendi raddaði hann með móður sinni hin ýmsu lög.
12 ára gamall tilkynnti hann móður sinni að hann skyldi verða tónlistarmaður og 13 ára fékk hann sinn fyrsta alvöru rafmagnsgítar, svartan Les Paul.
Í grunnskóla lék hann með djassveit skólans og sótti í framsækna tóna Yes, Genesis og Rush.

Eftir að skólagöngu lauk flutti 19 ára Jeff Buckley til Hollywood og stundaði eitt ár í Musicians Institute. Hann fann sig ekki í náminu en kunni að meta tónfræðina og þá sérstaklega áhugaverðar harmoníur sem hann heyrði í klassískum tónverkum Bartók og Ravel.
Jeff reyndi fyrir sér í hinum ýmsu hljómsveitum sem gítarleikari, spilaði Jazz, Reggae, Funk, dancehall, þjóðlagatónlist og þungarokk en náði aldrei að festa sig í sessi í LA senunni og því pakkaði hann föggum sínum og flutti til New York árið 1990.

Í New York stúderaði Jeff gamlar blúshetjur og harðkjarnatónlist en einna helst indverska og pakistanska Qawwali söngvara, sérstaklega Nusrat Fateh Ali Kahn sem var honum mikill áhrifavaldur. Jeff átti í ástarsambandi við Rebeccu Moore sem veitti honum mikinn innblástur á þessum tíma, kynnti Jeff fyrir Fluxus listahreyfingunni sem hann kom reglulega fram með í hverskyns gjörningum.

Buckley var uppgötvaður 1991 þegar Herb Cohen, gamli umboðsmaður Tim Buckley´s sannfærði Jeff um að koma fram á minningartónleikum um föður sinn í kirkju St. Ann´s í Brooklyn.
Jeff spilaði og söng lag föður síns, I Never Asked To Be Your Mountain ásamt undirleik gítarleikarans Gary Lucas. Jeff stal senunni þetta kvöld með tilþrifum.
Tim Buckley samdi lagið “ I Never Asked To Be Your Mountain” um kornungan Jeff Buckley og var þessi framkoma að sögn Jeff´s ákveðið uppgjör við föður sinn og fortíðina.

Jeff og Gary Lucas byrjuðu að vinna saman að tónlist og áttu þau lög að enda á plötu með hljómsveitinni Gods and Monsters sem Gary stýrði. Þrátt fyrir að samningur væri í höfn og bjart framundan fyrir Gods and Monsters ákvað Jeff að hætta í hljómsveitinni og stefna á sólóferil.

Jeff kom sér á framfæri á kaffihúsum og þá sérstaklega Sin-é þar sem hann tróð upp vikulega. Fiskisagan flaug um hæfileika Jeff og fljótlega myndaðist löng röð fyrir utan Sin-é í hvert sinn sem hann kom fram. Í kjölfarið mættu allir helstu mógúlar í tónlistarbransanum á pínulítið kaffihús til að sjá þennan Buckley sem orðrómurinn mælti með. Á tímabili lokaðist fyrir bílaumferð í götunni fyrir utan Sin-é vegna fjölda eðalvagna (limosine) sem ferjuðu mógúla á borð við Clive Davis sem vildu ólmir gera plötusamning við Jeff. Á endanum gerði Jeff milljón dollara samning við Columbia. Fyrsta útgáfan var EP plata hljóðrituð á uppáhalds litla kaffihúsinu og ber heitið Live at Sin-é.
Platan var útgefin 1993 og setti Jeff Buckley á alþjóðlega tónlistarkortið.

Eftir að hafa fylgt Live at Sin-é eftir með tónleikaferðum um bandaríkin og evrópu snéri Jeff aftur til New York og safnaði liðsmönnum saman í hljómsveit og hóf að leggja drögin að fyrstu alvöru plötunni.

Grace er eina stúdíó platan sem Jeff Buckley gaf út á sínum stutta ferli. Jeff ásamt hljómsveit sinni og upptökustjóranum Andy Wallace unnu plötuna á sex vikna tímabili í Bearsville Stúdíó sem er staðsett hjá Woodstock í New York fylki Bandaríkjanna.

Viðtökurnar voru dræmar til að byrja með og náði platan 149. sæti á Billboard listanum þegar hún var gefin út.

Jeff og hljómsveit lögðust í víking og fóru í tveggja ára langt tónleikaferðalag til að fylgja plötunni eftir og það borgaði sig því hægt og rólega fóru tónlistarunnendur og spekúlantar að átta sig á hversu mikill hæfileikamaður Jeff Buckley var. Í dag hefur Grace selst í milljónum eintaka og dúkkar upp á listum sem tilgreina bestu plötur allra tíma í tímaritum eins og Rolling Stone, Q magazine og Mojo.

Ábreiðan Hallelujah eftir Leonard Cohen er án efa vinsælasta lagið af Grace. Lagið fór til að mynda á topp breska og bandaríska vinsældarlista jólin 2008, 11 árum eftir að Jeff féll frá og í apríl á þessu ári var lagið vígt inn í Library of Congress’s National Recording Registry en það þykir mikill heiður að vera þar inni enda eiga þau lög það sameiginlegt að endurspegla menningararf Bandaríkjanna.

Eftir að hafa fylgt Grace eftir um heiminn sleitulaust í tvö ár fór að gæta þreytu innan hljómsveitarinnar. Trommarinn Matt Johnson gafst upp á endalausum ferðalögum og hætti í hljómsveitinni. Jeff dró sig í hlé og flutti til Memphis. Hann vann að músík á 4 rása upptökutæki og spilaði reglulega á lókal tónleikastaðnum í hverfinu einn síns liðs til að prufa ný lög með áheyrendum. Nýr trommari að nafni Parker Kindred var kominn í hljómsveitina og upptökustjórinn Tom Verlaine (Television) var ráðinn til að gera næstu plötu.

Jeff var reglulegur gestur í dýragarð Memphis þar sem hann eyddi löngum stundum hjá Sumatran tígrisdýrunum. Hann lagði inn umsókn um að gerast sjálfboðaliði fyrir dýragarðinn viku áður en hann lést langt um aldur fram. Minningarskjöld um Jeff er að finna hjá tígrisdýrabúrinu í Memphis dýragarðinum.

Þann 29. maí 1997 fór Jeff ásamt rótaranum sínum Keith Foti niður að Wolf River sem tengist Missisippi ánni eftir kvöldverð til að drepa tímann þangað til hljómsveit Jeff´s myndi lenda í Memphis síðar um kvöldið. Hljómsveitin var bókuð til að mæta í upptökur daginn eftir til að hljóðrita aðra plötu Buckley´s. Jeff óð út í ánna og tók til að synda baksund á meðan hann söng með lagi Led Zeppelin Whole Lotta Love sem glumdi úr ghettoblaster sem þeir félagarnir höfðu meðferðis. Bátur átti leið hjá í töluverðri fjarlægð frá Jeff en undirstraumurinn sem myndaðist dró Jeff með sér og hann hvarf úr augsýn Keith. Jeff fannst látinn 5 dögum síðar.