Events in July / Viðburðir í Júlí

3/7 – Stúdíó Hljómur presents/kynnir:
Milkhouse, Lily Of The Valley, Sister Sister, Höghus.
FREE ENTRY/FRÍTT INN
https://www.facebook.com/events/303107739865369/

4/7 – Mercy Buckets (album release/útgáfutónleikar)
Also/einnig: We Made God, Elín Helena, Conflictions.
FREE ENTRY/FRÍTT INN
https://www.facebook.com/events/488637844602394/

5/7 – Stand-up Comedy Night/Sumaruppistand:
Þórhallur Þórhallsson, Shawn Robbins (USA), Gunnar Hrafn.
Music and fun after the show/Tónlist og fjór eftir uppistandið.
2000 ISK ENTRY
https://www.facebook.com/events/278472272325255/

10/7 – Lame Dudes (Blues concert). FREE ENTRY/FRÍTT INN
https://www.facebook.com/events/347241542116468/

12/7 – Kaleo, Johnny And The Rest

15/7
ALL AGES at 18:30 (house opens at 18/húsið opnar kl 18):
The Monolith Deathcult, Angist. 1500 ISK ENTRY
20+ at 21:00 (house opens at 20:30/húsið opnar kl. 20:30):
The Monolith Deathcult, Gone Postal, Angist. 2000 ISK ENTRY
https://www.facebook.com/events/717448174963502/

17/7 – Audionation

18/7 – Alchemia, Electric Elephant, While My City Burns. FREE ENTRY/FRÍTT INN

24/7 – Soffía Björg, Boogie Trouble

25/7 – Kvika

26/7 – Elgar

31/7 – Bellstop

Kaleo & Johnny And The Rest 12/7 – FREE ENTRY

kaleo

Í tilefni þess að fyrsta plata Kaleo er komin í Gull ætlar sveitin að halda ókeypis tónleika á Gauknum laugardagskvöldið 12. Júlí ásamt hljómsveitinni Johnny and the Rest.

Þetta eru einir af fáum tónleikum Kaleo á höfuðborgarsvæðinu í sumar en í maí mánuði fór sveitin í sína fyrstu tónleikaferð erlendis. Kaleo koma svo fram á G! Festival í Færeyjum, Þjóðhátíð í Eyjum, Síldarævintírinu á Siglufirði og Einni með Öllu á Akureyri næstu vikur.

Strákarnir í Kaleo eru nú þegar byrjaðir að vinna í næstu plötu og er von á nýju lagi í lok Júlí.

Hljómsveitin Johnny and the Rest hefur verið á miklu flugi undanfarið en Johnny And The Rest er sköpunarverk fjögurra stráka úr Grafarvoginum í Reykjavík. Allt frá stofnun hefur sveitin þróað sinn jazz-skotna sækadelíublús í ýmsar áttir eins og heyra má á nýjustu plötu sveitarinnar, Wolves in the Night, sem kom út í desember 2013. Johnny And The Rest hafa spilað á yfir 300 tónleikum frá stofnun og eru þekktir fyrir leiftrandi, fjölbreytta, kraftmikla og oft spunakennda spilamennsku.

Það má búast við brjáluðu fjöri fram á nótt en áður en sveitirnar stíga á svið verða léttar veitingar í boði.

Það er mikilvægt að mæta snemma því síðast komust færri að en vildu.

Nánari upplýsingar síðar á Facebook Event: https://www.facebook.com/events/808752709137310/


Sjáumst á Gauknum með Pilsner Urquell í hönd!

Gorguts concert 6/8

gorgutso

Kanadísku sveitina Gorguts þekkja allir sem hafa minnsta vit á dauðarokki en nýjasta afurð þeirra, Colored Sands hefur hlotið einróma lof gagnrýnenda um allan heim og prýtt topp margra ársbestalista síðasta árs. Nú er svo komið að þeir ætla að spila á tónleikum á Gauknum ásamt elítu íslensku dauðarokkssenunar, þ.e.a.s. Severed, Gone Postal og Ophidian I og sá sem að ekki mætir verður ekki viðræðuhæfur í þungarokkspartýum næstu árin.

Miðaverð eru litlar 2500kr á midi.is og í verslunum Brim Reykjavík en forsala fer einnig fram í Gone Postal merchbásnum á Eistnaflugi. Miðaverð í hurð verður 3000kr. Húsið opnar kl. 8 og hefjast tónleikarnir stundvíslega kl 9.

http://midi.is/tonleikar/1/8331

Facebook Event:
https://www.facebook.com/events/259000170969295/

 

Útgáfutónleikar Mercy Buckets 4/7

10403625_854584971236520_1775034374593989936_n

Eftir langa fæðingu er loksins komið að því!

Mercy Buckets mun gefa út frumburð sinn “Lumberjack Fantasies” þann 4. júlí næstkomandi. Í tilefni þess verður skellt í útgáfutónleika og veislu á Gauknum sama kvöld.

Auk Mercy Buckets koma fram góðir vinir okkar:
We Made God
Elín Helena
Conflictions

Handgerð eintök af plötunni verða til sölu á litlar 2000 krónur á tónleikunum en rafræn útgáfa af plötunni verður einnig á öllum helstu miðlum eins og Youtube, Spotify og Bandcamp.

ATH einungis verður hægt að kaupa plötuna með reiðufé.

Frítt inn!

The Monolith Deathcult (NL), Gone Postal & Angist – 15/7

ICELANDPOSTER2

Það verður slegið til sannkallaðrar þungarokksveislu þriðjudaginn 15. júlí n.k. en þá verða haldnir tvennir tónleikar á Gauknum í Reykjavík.

kl 18:30 verða all ages tónleikar þar sem Angist spilar með The Monolith Deathcult og kl 21:00 verða 20+ tónleikar þar sem Gone Postal bætast við pakkann og spila með TMDC ásamt Angist. (sjá nánar neðar)

Holland hefur lengi alið af sér margar af fremstu þungarokkshljómsveitum bransans og hljómsveitin The Monolith Deathcult er þar engin undantekning. Sveitin hóf feril sinn á að spila dauðarokk af þyngstu gerð, en gerði sér fljótt grein fyrir því að ekki er hægt að toppa Cryptopsy í hraða eða Hate Eternal í grófleika án þess að tónlistin breytist í einhvern óskilgreindan hrærigraut og því hefur TMDC bætt við áhrifum úr öðrum tónlistarstefnum og stigið niður fæti á áður óþekktar slóðir þungarokksins. NIðurstaðan: Íburðarmikið dauðarokk sem Wagner sjálfur yrði stoltur af að hafa samið!

Síðastu tvær plötur hljómsveitarinnar, Trivmvirate og Tetragrammaton bera þessa skýr merki, enda með bestu dauðarokksplötum samtímans. Sú síðastnefnda kom ennfremur út á hinu afar virta Season of Mist labeli sem er talið einn mesti gæðastimpillinn í dag.

https://www.facebook.com/monolithdeathcult
http://play.spotify.com/artist/30R1cSs562qWPmRHZtmZom

GONE POSTAL
Ein allra fremsta þungarokkssveit landsins og þó víðar væri leitað. Sveitin hefur látið takmarkað á sér kræla að undanförnu, enda hefur hún legið undir feldi við að leggja lokahönd á næstu breiðskífu sína, sem óhætt er að segja að flestir dauðarokkarar landsins bíða eftir í ofvæni. Hefur sannað sig trekk í trekk sem ein allra fremsta live sveit landsins. Intense. Furious. Bone-chilling.
https://www.facebook.com/gonepostalmetal

ANGIST
Ein af fremstu þungarokkssveitum landsins og hefur verið síðan sveitin var stofnuð 2009. Tónlist sveitarinnar er kröftugt en dimmt og drungalegt dauðarokk eins og það gerist best. Eru á samningi hjá Abyss Records og ný breiðskífa er rétt handan við hornið. Óhætt er að segja að mikil eftirvænting ríkir um hana.
https://www.facebook.com/angisttheband

Fyrri tónleikarnir:

Húsið opnar: 18:00, Tónleikar byrja 18:30. (búið í kringum 20)
Ekkert aldurstakmark
Hljómsveitir:
The Monolith Deathcult
Angist
Miðaverð: 1.500 kr

Seinni tónleikarnir:

Húsið opnar 20:30. Tónleikarnir byrja 21:00 (búið vel fyrir hálf tólf).
20 ára aldurstakmark
Hljómsveitir
The Monolith Deathcult
Gone Postal
Angist
Miðaverð: 2.000 kr.