KvennaKraftur á Menningarnótt 2015

kvennakraftur-coverphoto2-01

Á Menningarnótt mun Gaukurinn (Tryggvagötu 22) iða af lífi. Þá verður haldinn viðburðurinn KvennaKraftur, þar sem konur úr ýmsum áttum munu deila list sinni og sköpunarkrafti með gestum og gangandi. Tilgangur viðburðarins er að beina kastljósinu að hlut kvenna í íslensku listalífi og sýna verk þeirra í öllum sínum fjölbreytileika.
Dagskráin hefst klukkan 14:00 með pallborðsumræðum og endar í tónleikum með Reykjavíkurdætrum eftir miðnætti. Meðal dagskrárliða eru spunaleikrit, ljósmyndasýning 17 kvenna, uppistand, ljóðalestur og ýmis tónlistaratriði.
Aðgangur er ókeypis.

Dagskrá
(Ath. Þessi dagskrá er birt með fyrirvara um breytingar.)

14:00 til 23:00 – Ljósmyndasýning.
Ljósmyndarar: Anna Kristín Arnardóttir, Ása Magnea Vigfúsdóttir, Bergljót Arnalds, Briet Olga Dmitrieva, Ellen Inga, Elma Karen, Emilía Kristín Bjarnason, Esther Thor Halldorsdottir, Eva Rut Hjaltadóttir, Heiða Halls, Heiða Helgadóttir, Heiður Erla Þormar, Helen María Björnsdóttir, Hrund Þórisdóttir, Liga Liepina, Rósa Bragadóttir, Sigrún Björk Einarsdóttir.

14:00 – Pallborðsumræður.
Nokkrar reynslumiklar konur ræða um störf sín og list.
Fram koma: Hildur Sverrisdóttir (höfundur bókarinnar Fantasíur), Wiktoria Joanna Ginter (útvarpskona og umboðsmaður), Andrea Jónsdóttir (plötusnúður), Kitty Von-Sometime (forstöðukona The Weird Girls Project), Áslaug Einarsdóttir (framkvæmdastýra Stelpur rokka!), Kristín Gunnlaugsdóttir (listakona) og fleiri flottar konur.

16:30 – Spunaleikhús – Femprov.
Í spunaverkinu Femprov munu 5 leikkonur úr Stúdentaleikhúsinu velta því fyrir sér hvernig þær upplifa sig sem konur á Íslandi í dag. Þær spyrja sig ýmissa spurninga um karlmennsku, kvenleika og #6dagsleikann.
Settur verður upp játningaleikur þar sem stelpurnar munu opna sig og deila með áhorfendum sinni reynslu og hugsunum. Öllum áhorfendum verður frjálst að taka þátt í leiknum. Saman munu stelpurnar búa til spuna úr játningunum.
Leikkonur: Berta Andrea Snædal, Hildur Ýr Jónsdóttir, Júlíana Kristín Liborius Jónsdóttir, María Rós Kristjánsdóttir og Silja Rós Ragnarsdóttir.
Fatahönnuður: Rakel Blom.

17:40 – Hildur Lilliendahl ræðir um feminískan aktívisma á Íslandi.

18:15 – Skáldkonur úr félaginu Meðgönguljóð flytja ljóð.
Fram koma: Ásta Fanney Sigurðardóttir, Bergrún Anna Hallsteinsdóttir, Bergþóra Einarsdóttir, og Valgerður Þóroddsdóttir.

19:00 – Skáldkonur úr félaginu Fríyrkjan flytja ljóð.
Fram koma: Ólöf Benediktsdóttir, Megan Auður Grímsdóttir, Stefanía Pálsdóttir, Steinunn Ýr Einarsdóttir, Valdís Rán Samúelsdóttir og Vigdís Ósk Howser Harðardóttir.

20:00 – Uppistand.
Fram koma: Bylgja Babýlons, Nadia og Snjólaug Lúðvíksdóttir.

21:00 – Tónleikar.
Fram koma: Bella Quinn, Bergljót Arnalds, Bríet Ísis Elfar, Hljómsveitin Eva, Unnur Sara Eldjárn og Tinna Katrín Jónsdóttir.

Hlé verður gert á meðan flugeldasýning Menningarnætur fer fram.

00:15 – Kitty Von Sometime sýnir videoverk úr smiðju The Weird Girls Project.

1:00 – Reykjavíkurdætur

1:45 – Plötusnúður

Facebook viðburður: https://www.facebook.com/events/874462819308319/

Advertisements

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s