Boogie Trouble & Soffía Björg Band – 24/7

10486334_1564589603768672_4402310346365260890_o

Boogie Trouble og Soffía Björg leiða saman bassaleikara sinn á tónleikum næstkomandi fimmtudag á Gauknum. Um er að ræða fyrstu opinberu tónleika Boogie Trouble á höfuðborgarsvæðinu síðan á síðustu Airwaves hátíð.

Húsið opnar kl 21 og hljómleikarnir hefjast á slaginu tíu.

Miðaverð er eittþúsund krónur, eða eins og einn kláravín í kók á barnum.

Soffía Björg (Musician)

Soffía Björg Band flytur angurværa þjóðlagaskotna popptónlist sem að hittir þig beint í hjartastaðinn. Þó svo að hljómsveitin sé búin að vera starfandi í skamman tíma þá hefur hún m.a. komið fram á tónlistarhátíðum á borð við Reykjavik Folk Festival, Aldrei fór ég suður og Rauðasandur Festival það sem er af á þessu ári. Heróínkántrí og eyðimerkurgítar eru lýsingar sem hefur verið hent fram þegar rætt hefur verið um hljóðheim tónlistarinnar. Þessa stundina er hún að vinna að fyrsta einungi (single) sem kemur út á næstunni. Hljómsveitina skipa: Soffía Björg, Ingibjörg Elsa Turchi, Örn Eldjárn og Þorvaldur Ingveldarson

https://www.facebook.com/SoffiaBjorgMusician https://twitter.com/SoffiaBjorg

Boogie Trouble
Diskóhnettirnir í Boogie Trouble hafa vakið býsna mikla lukku hvar sem þau hafa komið við síðustu ár með dansvænni, fjörugri og ferskri popptónlist í diskódressi. Sveitin var stofnuð síðla árs 2011 og hefur síðan þá unnið sér prýðilegan orðstír og víðast hvar heillað tónleikagesti sína upp úr sætum og yfir á dansgólfið þó stundum þurfi bjórlíki og sjúss af svartadauða till. Boogie Trouble stendur nú í hópfjáröflunarverkefni til þess að koma út fyrstu breiðskífu sinni en verkefnið gefur að líta hér:https://www.karolinafund.com/project/view/35

soundcloud.com/boogie-trouble

 

FACEBOOK EVENT:
https://www.facebook.com/events/536017043192204/

ENTRY FEE: 1000 ISK

Advertisements

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s