Kaleo & Johnny And The Rest 12/7 – FREE ENTRY

kaleo

Í tilefni þess að fyrsta plata Kaleo er komin í Gull ætlar sveitin að halda ókeypis tónleika á Gauknum laugardagskvöldið 12. Júlí ásamt hljómsveitinni Johnny and the Rest.

Þetta eru einir af fáum tónleikum Kaleo á höfuðborgarsvæðinu í sumar en í maí mánuði fór sveitin í sína fyrstu tónleikaferð erlendis. Kaleo koma svo fram á G! Festival í Færeyjum, Þjóðhátíð í Eyjum, Síldarævintírinu á Siglufirði og Einni með Öllu á Akureyri næstu vikur.

Strákarnir í Kaleo eru nú þegar byrjaðir að vinna í næstu plötu og er von á nýju lagi í lok Júlí.

Hljómsveitin Johnny and the Rest hefur verið á miklu flugi undanfarið en Johnny And The Rest er sköpunarverk fjögurra stráka úr Grafarvoginum í Reykjavík. Allt frá stofnun hefur sveitin þróað sinn jazz-skotna sækadelíublús í ýmsar áttir eins og heyra má á nýjustu plötu sveitarinnar, Wolves in the Night, sem kom út í desember 2013. Johnny And The Rest hafa spilað á yfir 300 tónleikum frá stofnun og eru þekktir fyrir leiftrandi, fjölbreytta, kraftmikla og oft spunakennda spilamennsku.

Það má búast við brjáluðu fjöri fram á nótt en áður en sveitirnar stíga á svið verða léttar veitingar í boði.

Það er mikilvægt að mæta snemma því síðast komust færri að en vildu.

Nánari upplýsingar síðar á Facebook Event: https://www.facebook.com/events/808752709137310/


Sjáumst á Gauknum með Pilsner Urquell í hönd!

Advertisements

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s