The Monolith Deathcult (NL), Gone Postal & Angist – 15/7

ICELANDPOSTER2

Það verður slegið til sannkallaðrar þungarokksveislu þriðjudaginn 15. júlí n.k. en þá verða haldnir tvennir tónleikar á Gauknum í Reykjavík.

kl 18:30 verða all ages tónleikar þar sem Angist spilar með The Monolith Deathcult og kl 21:00 verða 20+ tónleikar þar sem Gone Postal bætast við pakkann og spila með TMDC ásamt Angist. (sjá nánar neðar)

Holland hefur lengi alið af sér margar af fremstu þungarokkshljómsveitum bransans og hljómsveitin The Monolith Deathcult er þar engin undantekning. Sveitin hóf feril sinn á að spila dauðarokk af þyngstu gerð, en gerði sér fljótt grein fyrir því að ekki er hægt að toppa Cryptopsy í hraða eða Hate Eternal í grófleika án þess að tónlistin breytist í einhvern óskilgreindan hrærigraut og því hefur TMDC bætt við áhrifum úr öðrum tónlistarstefnum og stigið niður fæti á áður óþekktar slóðir þungarokksins. NIðurstaðan: Íburðarmikið dauðarokk sem Wagner sjálfur yrði stoltur af að hafa samið!

Síðastu tvær plötur hljómsveitarinnar, Trivmvirate og Tetragrammaton bera þessa skýr merki, enda með bestu dauðarokksplötum samtímans. Sú síðastnefnda kom ennfremur út á hinu afar virta Season of Mist labeli sem er talið einn mesti gæðastimpillinn í dag.

https://www.facebook.com/monolithdeathcult
http://play.spotify.com/artist/30R1cSs562qWPmRHZtmZom

GONE POSTAL
Ein allra fremsta þungarokkssveit landsins og þó víðar væri leitað. Sveitin hefur látið takmarkað á sér kræla að undanförnu, enda hefur hún legið undir feldi við að leggja lokahönd á næstu breiðskífu sína, sem óhætt er að segja að flestir dauðarokkarar landsins bíða eftir í ofvæni. Hefur sannað sig trekk í trekk sem ein allra fremsta live sveit landsins. Intense. Furious. Bone-chilling.
https://www.facebook.com/gonepostalmetal

ANGIST
Ein af fremstu þungarokkssveitum landsins og hefur verið síðan sveitin var stofnuð 2009. Tónlist sveitarinnar er kröftugt en dimmt og drungalegt dauðarokk eins og það gerist best. Eru á samningi hjá Abyss Records og ný breiðskífa er rétt handan við hornið. Óhætt er að segja að mikil eftirvænting ríkir um hana.
https://www.facebook.com/angisttheband

Fyrri tónleikarnir:

Húsið opnar: 18:00, Tónleikar byrja 18:30. (búið í kringum 20)
Ekkert aldurstakmark
Hljómsveitir:
The Monolith Deathcult
Angist
Miðaverð: 1.500 kr

Seinni tónleikarnir:

Húsið opnar 20:30. Tónleikarnir byrja 21:00 (búið vel fyrir hálf tólf).
20 ára aldurstakmark
Hljómsveitir
The Monolith Deathcult
Gone Postal
Angist
Miðaverð: 2.000 kr.

 

 

Advertisements

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s